Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:30 Þór Pálsson er framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem keypti rekstur Kvikmyndaskólans. Skólinn hefur verið færður af Suðurlandsbraut í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Aðsend/Vilhelm Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55