Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 12:17 Sólveig Anna á erfitt með að skilja yfirlýsingar Höllu Gunnarsdóttur um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Vísir/Vilhelm „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum. Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira