Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 11:02 Sigurjón Baldur, Sigurður Gylfi og Þóra saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti og faglegum vinnubrögðum að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Akademískir starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands segja þekkingarfyrirtækið Rafmennt nota nöfn þeirra í blekkingarskyni að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Verið sé að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. „Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
„Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55