Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 11:02 Sigurjón Baldur, Sigurður Gylfi og Þóra saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti og faglegum vinnubrögðum að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Akademískir starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands segja þekkingarfyrirtækið Rafmennt nota nöfn þeirra í blekkingarskyni að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Verið sé að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. „Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55