Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2025 07:13 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. VR Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“ Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira