Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Frjálsíþróttakonan Amalie Iuel með barnið sitt Stom. @amalieiuel Frjálsíþróttakonur þurfa hér eftir að gangast undir kynjapróf, svokallað genapróf, til að fá keppnisrétt á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum í framtíðinni. Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel. Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira