Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 16:01 Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun