„Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 21:59 Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt er ánægð með útlitið á nýjum Landspítala en öðru máli gegnir um staðsetninguna. Vísir Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd. Arkitektúr Landspítalinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd.
Arkitektúr Landspítalinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira