Innlent

Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þyrlan flaug til Dýrafjarðar á Vestfjörðum.
Þyrlan flaug til Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út seinnipartinn í dag til Dýrafjarðar vegna fjórhjólaslyss.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.

„Hún var kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna fjórhjólaslyss í Dýrafirði fyrir vestan. Áhöfnin var að undirbúa það að fara á æfingu og hægt var að bregðast fljótt við,“ segir hann.

Samkvæmt tilkynningunni hafi fjórhjólið velt en flogið var með viðkomandi á Reykjavíkurflugvöll og hann fluttur þaðan á sjúkrahús.

„Þetta fór betur en leit út í upphafi,“ segir Ásgeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×