Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2025 11:02 Arnar Þór Ólafsson segir að sér virðist sem það eina sem skipti máli séu réttindi glæpamanna. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira