Erlent

Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ströngum reglum um fjölda barna á par hefur verið aflétt í skrefum síðustu ár.
Ströngum reglum um fjölda barna á par hefur verið aflétt í skrefum síðustu ár. Getty/Wang Chun

Stjórnvöld í Kína munu á næsta ári greiða fjölskyldum 60 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Greiðslurnar verða undanþegnar skatti og telja ekki þegar kemur að útreikningi annarra bóta.

Um er að ræða nýtt átak til að hvetja fólk til barneigna en það er talið munu nýtast um það bil 20 milljón fjölskyldum. 

Fjöldi staðaryfirvalda bjóða nú þegar upp á styrki þegar kemur að barneignum, til að mynda fá íbúar borgarinnar Shenyang í Liaoning-héraði 500 júan á mánuði fyrir þriðja barnið, þar til það verður þriggja ára.

Fjárhagslegir styrkir virðast virka sem hvatar til barneigna en dæmi eru um viðsnúning í mannfjöldaþróun þar sem þeir hafa verið teknir upp, til að mynda í Panzhihuga í Sichuan-héraði og Tianmen í Hubei-héraði.

Kína er meðal þeirra ríkja sem standa frammi fyrir lækkandi fæðingatíðni og auknum fjölda eftirlaunaþega. 

Fæðingum fækkaði sjö ár í röð áður en þeim fjölgaði örlítið í fyrra en íbúar 60 ára og eldri telja nú 310 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×