Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júlí 2025 21:14 Margmenni kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á ástandinu á Gaza. vísir Margmenni kom saman í svokallaðri hungurgöngu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á hungursneyð á Gaza-ströndinni og krefjast aðgerða frá íslenskum stjórnvöldum. Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira