Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar 24. júlí 2025 09:03 „Every child, every baby in Gaza is an enemy. The enemy is not Hamas. We need to conquer Gaza and colonise it and not leave a single Gazan child there. There is no other victory”. [MK Moshe Feiglin] "It doesn't matter who your enemy is, you need to destroy their offspring to prevent them from creating more offspring“ [Activist S. E. Í viðtali við ITV News við Kerem Shalom landamærin] Hversu viðbjóðslegar sem svona skoðanir eru þá kemur það varla á óvart að þær koma frá ísraelskum hægri öfga-stjórnmálamanni og aðgerðasinna frá sama landi. Undanfarnar vikur og mánuði höfum við daglega verið vitni að þeim ólýsanlegu hörmungum sem Palestínu fólk á Gaza svæðinu hefur þurft að þola. Tugþúsundir saklausra borgara hafa kerfisbundið verið drepin með stöðugum árásum ísraelska árásarhersins, sem hlífir engum. Allt er drepið með ólýsanlegri grimmd og miskunnarleysi. Tugþúsundir barna á öllum aldri hafa verið skotin til bana. Það er að verða daglegur viðburður að sjá fólk á öllum aldri, þar á meðal mikið af börnum, helsærð, dáin og deyjandi á blóði drifnum götum og torgum eða á göngum sjúkrahúsa – oft innan um annað fólk í sama ástandi. Barn, sem er búið að missa útlimi og verður líklega ekki bjargað, liggur við hliðina á móðir sinni, sem hefur látist af sárum sínum. Þessi mynd birtist á sjónvarpsskjáum um allan heim. Það er ekki hægt að ímynda sér meiri hrylling. Ísraelski árásaherinn drepur ekki einungis börnin. Allt sem stuðlar að algjöru hruni og eyðileggingu Gaza svæðisins er sprengt í loft upp, sérstaklega spítalar og mennta stofnanir. Starfsfólk þessara stofnana er einnig drepið á kerfisbundinn hátt, oft handtekið áður, yfirheyrt og jafnvel pyntað. Af því eru margar áreiðanlegar frásagnir og vitnisburðir. Og nú tekur alvarleg hungursneyð við, á sama tíma og hundruð flutningabíla bíða utan svæðisins eftir því að geta komið mat og lyfjum til sár þjáðs og sveltandi fólks, sem margt hvert er við dauðans dyr. Þrátt fyrir alla þó ómannúð sem ísraelher hefur sýnt að undanförnu á Gaza svæðinu má segja að nú sé það að gerast sem enginn getur í rauninni trúað. Þeir neita að leyfa mannúðarstofnununum að keyra matinn og lyfin til fólksins – þeirra tugþúsunda sem standa frammi fyrir öruggum hungurdauða ef ekkert verður aðhafst. Heimurinn horfir á fólkið deyja hægum dauðdaga, börn og foreldra og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Hvernig er það mögulegt að svona geti gerst á meðan við horfum á. Hvað sem gerist næstu klukkustundir eða daga þá er næsta víst að stór hluti íbúa Gaza svæðisins, sem enn lifir, hefur hlotið varanlegt tjón á sál og líkama. Hryllingnum sem íbúar Gaza ganga í gegnum núna verður ekki með orðum lýst. Í ljósi þess hryllings sem ísraelher hefur skapað á Gaza þá er það orðið þannig að fátt kemur manni á óvart. Ísrael bannaði matardreifingu UNRWA og sögðust ætla að taka hana að sér í gegnum „ísraelsk-amerísk mannúðarsamtök“!! Kerfið var sett upp með slæmum ásetningi, en þegar sveltandi fólk skipaði sér í raðir eftir matarúthlutun skaut ísraelher hundruð manns til bana þar sem þeir töldu sig sjá Hamas liða í hópnum. Það hefur verið stöðug afsökun þeirra við iðjuna að drepa saklaust fólk, hvort sem það er á sjúkrahúsum, menntastofnunum, trúarsöfnuðum eða skólum að Hamas liðar feli sig á meðal borgara og því reynist nauðsynlegt að drepa mikið af saklausu fólki! Kúgun, niðurlæging og morð á Palestínu fólki er ekkert nýtt af nálinni. Mörgum árum fyrir stofnun Ísrael hefur palestínufólk þurft að upplifa af hendi innfluttra gyðinga það að landið hefur verið tekið eignarnámi, það hrakið í burtu og ekki leyft að snúa til baka. Þeir sem enn búa í Palestínu eru iðulega meðhöndlaðir sem samfélagsþegnar sem ekki njóta margvíslegra grunn mannréttinda, eða möguleika til eðlilegs lífs eða menntunnar. Þeir sem hafa búið á Gaza svæðinu hafa í rauninni verið lokaðir inni, algjörlega máttvana gegn gjörðum Ísraels, eins og skrúfa fyrir vatn og rafmagn inn á svæðið eða einfaldlega ekki hleypa fólkinu inn á eða út af svæðinu. Það er sameiginleg skoðun margra hjálparstofnana að Gaza hafi lengi verið stærsta fangelsi í heimi. Núna vinnur Ísrael að því að svelta hundruð þúsundir, þannig að margir hafa nú þegar látist af þeim sökum, til viðbótar þeim sem hlotið hafa önnur örlög eins og að vera særð eða drepin með loftárásum, af hermönnum eða leyniskyttum, eða lokast inni undir rústum fallina bygginga. Heimurinn horfir agndofa á þetta, miljónir mótmæla um allan heim, en áhrifamestu stjórnmálamenn heims aðhafast lítið, jafnvel þó það fari ekkert á milli mála að hér er um stórfelda stríðsglæpi að ræða. Um er að ræða glæpi sem komandi kynslóðir munu ekki gleyma. Höfundur er prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
„Every child, every baby in Gaza is an enemy. The enemy is not Hamas. We need to conquer Gaza and colonise it and not leave a single Gazan child there. There is no other victory”. [MK Moshe Feiglin] "It doesn't matter who your enemy is, you need to destroy their offspring to prevent them from creating more offspring“ [Activist S. E. Í viðtali við ITV News við Kerem Shalom landamærin] Hversu viðbjóðslegar sem svona skoðanir eru þá kemur það varla á óvart að þær koma frá ísraelskum hægri öfga-stjórnmálamanni og aðgerðasinna frá sama landi. Undanfarnar vikur og mánuði höfum við daglega verið vitni að þeim ólýsanlegu hörmungum sem Palestínu fólk á Gaza svæðinu hefur þurft að þola. Tugþúsundir saklausra borgara hafa kerfisbundið verið drepin með stöðugum árásum ísraelska árásarhersins, sem hlífir engum. Allt er drepið með ólýsanlegri grimmd og miskunnarleysi. Tugþúsundir barna á öllum aldri hafa verið skotin til bana. Það er að verða daglegur viðburður að sjá fólk á öllum aldri, þar á meðal mikið af börnum, helsærð, dáin og deyjandi á blóði drifnum götum og torgum eða á göngum sjúkrahúsa – oft innan um annað fólk í sama ástandi. Barn, sem er búið að missa útlimi og verður líklega ekki bjargað, liggur við hliðina á móðir sinni, sem hefur látist af sárum sínum. Þessi mynd birtist á sjónvarpsskjáum um allan heim. Það er ekki hægt að ímynda sér meiri hrylling. Ísraelski árásaherinn drepur ekki einungis börnin. Allt sem stuðlar að algjöru hruni og eyðileggingu Gaza svæðisins er sprengt í loft upp, sérstaklega spítalar og mennta stofnanir. Starfsfólk þessara stofnana er einnig drepið á kerfisbundinn hátt, oft handtekið áður, yfirheyrt og jafnvel pyntað. Af því eru margar áreiðanlegar frásagnir og vitnisburðir. Og nú tekur alvarleg hungursneyð við, á sama tíma og hundruð flutningabíla bíða utan svæðisins eftir því að geta komið mat og lyfjum til sár þjáðs og sveltandi fólks, sem margt hvert er við dauðans dyr. Þrátt fyrir alla þó ómannúð sem ísraelher hefur sýnt að undanförnu á Gaza svæðinu má segja að nú sé það að gerast sem enginn getur í rauninni trúað. Þeir neita að leyfa mannúðarstofnununum að keyra matinn og lyfin til fólksins – þeirra tugþúsunda sem standa frammi fyrir öruggum hungurdauða ef ekkert verður aðhafst. Heimurinn horfir á fólkið deyja hægum dauðdaga, börn og foreldra og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Hvernig er það mögulegt að svona geti gerst á meðan við horfum á. Hvað sem gerist næstu klukkustundir eða daga þá er næsta víst að stór hluti íbúa Gaza svæðisins, sem enn lifir, hefur hlotið varanlegt tjón á sál og líkama. Hryllingnum sem íbúar Gaza ganga í gegnum núna verður ekki með orðum lýst. Í ljósi þess hryllings sem ísraelher hefur skapað á Gaza þá er það orðið þannig að fátt kemur manni á óvart. Ísrael bannaði matardreifingu UNRWA og sögðust ætla að taka hana að sér í gegnum „ísraelsk-amerísk mannúðarsamtök“!! Kerfið var sett upp með slæmum ásetningi, en þegar sveltandi fólk skipaði sér í raðir eftir matarúthlutun skaut ísraelher hundruð manns til bana þar sem þeir töldu sig sjá Hamas liða í hópnum. Það hefur verið stöðug afsökun þeirra við iðjuna að drepa saklaust fólk, hvort sem það er á sjúkrahúsum, menntastofnunum, trúarsöfnuðum eða skólum að Hamas liðar feli sig á meðal borgara og því reynist nauðsynlegt að drepa mikið af saklausu fólki! Kúgun, niðurlæging og morð á Palestínu fólki er ekkert nýtt af nálinni. Mörgum árum fyrir stofnun Ísrael hefur palestínufólk þurft að upplifa af hendi innfluttra gyðinga það að landið hefur verið tekið eignarnámi, það hrakið í burtu og ekki leyft að snúa til baka. Þeir sem enn búa í Palestínu eru iðulega meðhöndlaðir sem samfélagsþegnar sem ekki njóta margvíslegra grunn mannréttinda, eða möguleika til eðlilegs lífs eða menntunnar. Þeir sem hafa búið á Gaza svæðinu hafa í rauninni verið lokaðir inni, algjörlega máttvana gegn gjörðum Ísraels, eins og skrúfa fyrir vatn og rafmagn inn á svæðið eða einfaldlega ekki hleypa fólkinu inn á eða út af svæðinu. Það er sameiginleg skoðun margra hjálparstofnana að Gaza hafi lengi verið stærsta fangelsi í heimi. Núna vinnur Ísrael að því að svelta hundruð þúsundir, þannig að margir hafa nú þegar látist af þeim sökum, til viðbótar þeim sem hlotið hafa önnur örlög eins og að vera særð eða drepin með loftárásum, af hermönnum eða leyniskyttum, eða lokast inni undir rústum fallina bygginga. Heimurinn horfir agndofa á þetta, miljónir mótmæla um allan heim, en áhrifamestu stjórnmálamenn heims aðhafast lítið, jafnvel þó það fari ekkert á milli mála að hér er um stórfelda stríðsglæpi að ræða. Um er að ræða glæpi sem komandi kynslóðir munu ekki gleyma. Höfundur er prófessor emeritus.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun