Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:59 Sandstormur í Kimberley, í Vestur-Ástralíu. Mynd úr safni. Getty Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið. Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið.
Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira