Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:59 Sandstormur í Kimberley, í Vestur-Ástralíu. Mynd úr safni. Getty Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið. Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið.
Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira