250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júlí 2025 20:19 Um 250 þúsund farþegar koma alls með skemmtiferðaskipunum, sem koma á Akureyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira