Enski boltinn

Palace á­frýjar og vill spila í Evrópu­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“
„UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“ Sebastian Frej/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun þess efnis að liðið megi ekki spila í Evrópudeildinni þar sem Lyon er nú þegar þar. Félögin eru að hluta til undir sama eignarhaldi.

Bandaríkjamaðurinn John Textor á hlut bæði í Palace og Lyon frá Frakklandi. Þar sem síðarnefnda liðið endaði ofar í sinni deildarkeppni var ákveðið að Palace yrði fært niður í Sambandsdeild Evrópu og Nottingham Forest myndi taka sæti Palace í Evrópudeildinni.

Reglur Knattspyrnusambands Evrópu segja að ekki megi tvö lið undir sama eignarhaldi taka þátt í sömu keppni.

Forráðamenn Crystal Palace eru allt annað sáttir með stöðu mála og hafa áfrýjað til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins.

Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að búast megi við niðurstöðu þann 11. ágúst næstkomandi. Deildarkeppni Evrópudeildar hefst þann 24. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×