Innlent

Sækja mann sem datt af hest­baki

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Þyrla landhelgisgæslunnar flýgur nú að Landmannalaugum þar sem verið er að sækja mann sem datt af hestbaki.

Viggó Sigurðsson, á bakvakt aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Veðrið er þannig að það er kalt og blautt, og þetta er langur flutningur. Við erum bara að reyna að stytta hann og veita góða þjónustu,“ segir Viggó.

Samkvæmt upplýsingum frá Jón Þóri Víglundssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar féll maðurinn af baki á Dómadalsleið. Hálendisvakt björgunarsveitanna sem er í Landmannalaugum fór og er búin að búa um sjúklinginn á staðnum. 

Verið er að flytja hann lengra og nær byggð. Jafnframt var björgunarsveit á Hellu kölluð út til að fara þarna inn úr og töluvert viðbragð á jörðu niðri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×