Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 17:17 Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag. Bjarni Þór Sigurðsson Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins. Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Harpa Ljósmyndun Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Harpa Ljósmyndun Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira