Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2025 13:46 Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun