Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar 21. júlí 2025 18:01 Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun