Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar 21. júlí 2025 16:30 Á sumarmánuðum gefst gjarnan tími til að staldra við og endurmeta áherslur í rekstri fyrirtækja. Nú þegar haustið nálgast og undirbúningur hefst fyrir næstu misseri er vert að spyrja; hvar raðast vörumerkið í rekstraráætluninni? Vörumerki sem fjárhagsleg eign Vörumerki eru meira en myndmerki og slagorð. Þau eru óefnislegar eignir sem geta skilað raunverulegum fjárhagslegum ávinningi fyrir fyrirtæki. Sterkt vörumerki skapar jákvæðar væntingar og traust meðal viðskiptavina sem aftur hefur áhrif á kauphegðun þeirra. Fyrirtæki með sterk vörumerki eiga auðveldara með að verja stöðu sína á markaði og byggja upp langvarandi viðskiptatengsl. Sterkt vörumerki getur haft bein og jákvæð áhrif á fjármál fyrirtækja. Samkvæmt úttekt Brand Finance geta fyrirtæki með hátt vörumerkjavirði fengið um 10-15% hagstæðari lánskjör samanborið við sambærileg fyrirtæki með veikara vörumerki. Með öðrum orðum má líta á vörumerkið sem ákveðið óefnislegt veð sem sýnir að fyrirtækið sé vel rekið, traust og stefnumiðað. Langtímahugsun borgar sig Uppbygging vörumerkja er langtímaverkefni og árangur slíkrar fjárfestingar kemur ekki fram á einni nóttu. Það tekur yfirleitt 3-5 ár að sjá greinilegan árangur og oft um 10 ár að ná hámarksávöxtun. Þetta krefst þess að stjórnendur og fjárfestar séu þolinmóðir og hafi langtímasýn í rekstrinum. Rannsóknir Interbrand hafa sýnt að fyrirtæki sem fjárfesta stöðugt og markvisst í vörumerkjum sínum ná oft allt að tvöfaldri ávöxtun samanborið við fyrirtæki sem einbeita sér að skammtíma markaðsaðgerðum. Ávinningurinn af slíkri vinnu getur verið mikill. Sterk staða vörumerkis getur stuðlað að stöðugra tekjustreymi, lækkað vaxtakostnað og minnkað þörf fyrir lánsfé. Þá styrkir vörumerkið sambandið við viðskiptavini og tryggir þannig betri stöðu á markaði. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að sterk vörumerki halda betur viðskiptavinum sínum jafnvel á tímum efnahagslegrar óvissu, sem er mikilvægt til að viðhalda stöðugum tekjum til lengri tíma. Skýr stefna skiptir öllu máli Það dugar ekki að eyða fjárumunum í að gera vörumerkið sýnilegt með umfangsmiklum auglýsingaherferðum. Mikilvægara er að skilgreina skýra og aðgreinandi stefnu og vinna stöðugt að því að styrkja traust viðskiptavina. Ómarkviss og ósamhæfð eyðsla á markaðsfé getur jafnvel haft skaðleg áhrif á ímynd og traust viðskiptavina. Lykilþáttur í að byggja upp sterkt vörumerki er náin samvinna milli markaðs- og fjármálasviða fyrirtækisins. Með sameiginlegum mælikvörðum, svo sem vitund, tryggð og ánægju viðskiptavina geta fyrirtæki sýnt fram á hvernig fjárfesting í vörumerkinu skilar sér beint í fjárhagslegum ávinningi og bættri rekstrarstöðu. Stefna vörumerkisins Að setja vörumerkið framar í rekstraráætlunina snýst ekki um flóknar breytingar, heldur að byrja á einföldum skrefum; meta stöðu vörumerkisins, greina hvernig viðskiptavinir upplifa það og skilgreina hvaða atriði þarf helst að bæta. Með þessum fyrstu skrefum tryggir þú að vörumerkið verði raunverulegur stuðningur við reksturinn og eflir fyrirtækið til skemmri tíma. Þegar þessari grunnvinnu er lokið ætti að fylgja í kjölfarið markviss stefnumótun til næstu ára. Þar er tækifæri til að skilgreina hvað fyrirtækið vill standa fyrir, hvernig það ætlar að aðgreina sig og hvernig það ætlar að byggja upp langtímavirði í huga viðskiptavina. Vörumerki sem byggt er á skýrri stefnu er drifkraftur vaxtar til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Á sumarmánuðum gefst gjarnan tími til að staldra við og endurmeta áherslur í rekstri fyrirtækja. Nú þegar haustið nálgast og undirbúningur hefst fyrir næstu misseri er vert að spyrja; hvar raðast vörumerkið í rekstraráætluninni? Vörumerki sem fjárhagsleg eign Vörumerki eru meira en myndmerki og slagorð. Þau eru óefnislegar eignir sem geta skilað raunverulegum fjárhagslegum ávinningi fyrir fyrirtæki. Sterkt vörumerki skapar jákvæðar væntingar og traust meðal viðskiptavina sem aftur hefur áhrif á kauphegðun þeirra. Fyrirtæki með sterk vörumerki eiga auðveldara með að verja stöðu sína á markaði og byggja upp langvarandi viðskiptatengsl. Sterkt vörumerki getur haft bein og jákvæð áhrif á fjármál fyrirtækja. Samkvæmt úttekt Brand Finance geta fyrirtæki með hátt vörumerkjavirði fengið um 10-15% hagstæðari lánskjör samanborið við sambærileg fyrirtæki með veikara vörumerki. Með öðrum orðum má líta á vörumerkið sem ákveðið óefnislegt veð sem sýnir að fyrirtækið sé vel rekið, traust og stefnumiðað. Langtímahugsun borgar sig Uppbygging vörumerkja er langtímaverkefni og árangur slíkrar fjárfestingar kemur ekki fram á einni nóttu. Það tekur yfirleitt 3-5 ár að sjá greinilegan árangur og oft um 10 ár að ná hámarksávöxtun. Þetta krefst þess að stjórnendur og fjárfestar séu þolinmóðir og hafi langtímasýn í rekstrinum. Rannsóknir Interbrand hafa sýnt að fyrirtæki sem fjárfesta stöðugt og markvisst í vörumerkjum sínum ná oft allt að tvöfaldri ávöxtun samanborið við fyrirtæki sem einbeita sér að skammtíma markaðsaðgerðum. Ávinningurinn af slíkri vinnu getur verið mikill. Sterk staða vörumerkis getur stuðlað að stöðugra tekjustreymi, lækkað vaxtakostnað og minnkað þörf fyrir lánsfé. Þá styrkir vörumerkið sambandið við viðskiptavini og tryggir þannig betri stöðu á markaði. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að sterk vörumerki halda betur viðskiptavinum sínum jafnvel á tímum efnahagslegrar óvissu, sem er mikilvægt til að viðhalda stöðugum tekjum til lengri tíma. Skýr stefna skiptir öllu máli Það dugar ekki að eyða fjárumunum í að gera vörumerkið sýnilegt með umfangsmiklum auglýsingaherferðum. Mikilvægara er að skilgreina skýra og aðgreinandi stefnu og vinna stöðugt að því að styrkja traust viðskiptavina. Ómarkviss og ósamhæfð eyðsla á markaðsfé getur jafnvel haft skaðleg áhrif á ímynd og traust viðskiptavina. Lykilþáttur í að byggja upp sterkt vörumerki er náin samvinna milli markaðs- og fjármálasviða fyrirtækisins. Með sameiginlegum mælikvörðum, svo sem vitund, tryggð og ánægju viðskiptavina geta fyrirtæki sýnt fram á hvernig fjárfesting í vörumerkinu skilar sér beint í fjárhagslegum ávinningi og bættri rekstrarstöðu. Stefna vörumerkisins Að setja vörumerkið framar í rekstraráætlunina snýst ekki um flóknar breytingar, heldur að byrja á einföldum skrefum; meta stöðu vörumerkisins, greina hvernig viðskiptavinir upplifa það og skilgreina hvaða atriði þarf helst að bæta. Með þessum fyrstu skrefum tryggir þú að vörumerkið verði raunverulegur stuðningur við reksturinn og eflir fyrirtækið til skemmri tíma. Þegar þessari grunnvinnu er lokið ætti að fylgja í kjölfarið markviss stefnumótun til næstu ára. Þar er tækifæri til að skilgreina hvað fyrirtækið vill standa fyrir, hvernig það ætlar að aðgreina sig og hvernig það ætlar að byggja upp langtímavirði í huga viðskiptavina. Vörumerki sem byggt er á skýrri stefnu er drifkraftur vaxtar til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun