Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 16:10 Þorgerður Katrín er meðal 25 utanríkisráðherra sem skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira