Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun