Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2025 17:12 Benjamin Hawk var stutt kominn með lagið „One More Light“ þegar Richard Lindgren skaut hann til bana. Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Louie's Corner House föstudaginn 11. júlí síðastliðinn. Hinn 42 ára Benjamin „Donkey“ Hawk var staddur uppi á sviði þegar hinn 59 ára Richard Lindgren gekk inn á barinn og skaut Hawk í hnakkann. Benjamin Hawk var efnilegur karókísöngvari og fór alla leið í úrslit í ríkisbikar Ohio. Að sögn lögregluyfirvalda í Licking-sýslu er Lindgren fyrrverandi eiginmaður kærustu Hawk en þau höfðu verið að deita í nokkra mánuði. Kærustuparið var uppi á sviði saman þegar Hawk var skotinn til bana. Eftir skotárásina yfirgaf Lindgren barinn og flúði til Orangesburg í Suður-Karólínu sem er í um 900 kílómetra fjarlægð. Lindgren var handtekinn þar og situr nú í gæsluvarðhaldi þar sem hann bíður þess að vera fluttur til Ohio. Hawk skilur eftir sig tvær dætur og hafa aðstandendur hans stofnað styrktarsíðu fyrir jarðarför hans. Að sögn bróður Hawk var hann dáður og elskaður í karókísamfélagi bæjarins en hann fór alla leið í úrslit í ríkisbikarkeppni í karókí. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út“ Plötusnúðurinn Robert Humble var á staðnum þegar skotárásin átti sér stað og sagði við fréttastofu ABC 6 að það hefðu ekki verið nein átök eða spenna í aðdraganda skotárásarinnar. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út,“ sagði Humble um hegðun Lindgren. Þrátt fyrir að það hefðu ekki verið nein átök þennan dag segir Humble að Lindgren hafi reglulega áður svívirt fyrrverandi konu sína á meðan hún var uppi á sviði með því að hreyta fúkyrðum í hana. „Hann uppnefndi hana, gerði lítið úr persónu hennar,“ sagði Humble við fréttamiðilinn. Tveimur vikum áður hafði plötusnúðurinn varað Lindgren við því að ef hann héldi áfram að haga sér svona þá fengi hann ekki að koma aftur inn á staðinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Louie's Corner House föstudaginn 11. júlí síðastliðinn. Hinn 42 ára Benjamin „Donkey“ Hawk var staddur uppi á sviði þegar hinn 59 ára Richard Lindgren gekk inn á barinn og skaut Hawk í hnakkann. Benjamin Hawk var efnilegur karókísöngvari og fór alla leið í úrslit í ríkisbikar Ohio. Að sögn lögregluyfirvalda í Licking-sýslu er Lindgren fyrrverandi eiginmaður kærustu Hawk en þau höfðu verið að deita í nokkra mánuði. Kærustuparið var uppi á sviði saman þegar Hawk var skotinn til bana. Eftir skotárásina yfirgaf Lindgren barinn og flúði til Orangesburg í Suður-Karólínu sem er í um 900 kílómetra fjarlægð. Lindgren var handtekinn þar og situr nú í gæsluvarðhaldi þar sem hann bíður þess að vera fluttur til Ohio. Hawk skilur eftir sig tvær dætur og hafa aðstandendur hans stofnað styrktarsíðu fyrir jarðarför hans. Að sögn bróður Hawk var hann dáður og elskaður í karókísamfélagi bæjarins en hann fór alla leið í úrslit í ríkisbikarkeppni í karókí. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út“ Plötusnúðurinn Robert Humble var á staðnum þegar skotárásin átti sér stað og sagði við fréttastofu ABC 6 að það hefðu ekki verið nein átök eða spenna í aðdraganda skotárásarinnar. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út,“ sagði Humble um hegðun Lindgren. Þrátt fyrir að það hefðu ekki verið nein átök þennan dag segir Humble að Lindgren hafi reglulega áður svívirt fyrrverandi konu sína á meðan hún var uppi á sviði með því að hreyta fúkyrðum í hana. „Hann uppnefndi hana, gerði lítið úr persónu hennar,“ sagði Humble við fréttamiðilinn. Tveimur vikum áður hafði plötusnúðurinn varað Lindgren við því að ef hann héldi áfram að haga sér svona þá fengi hann ekki að koma aftur inn á staðinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira