Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson og María Björk Stefánsdóttir skrifa 18. júlí 2025 16:30 Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun