„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:01 Liðsfélagar Smillu Holmberg reyna að hughreysta hana í leikslok en hún var auðvitað algjörlega niðurbrotin. Getty/Sathire Kelpa Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti