Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2025 20:05 Anton Már Steinarsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari, sem er alsæll í sínu starfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur verið meira en nóg að gera hjá heimamönnum í Hrísey við að taka á móti ferðamönnum í eyjuna í sumar en Hríseyjarferjan Sævar siglir margar ferðir á dag á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. Ferjan fer fjölda ferða á milli lands og eyju á dag og er yfirleitt alltaf fullt í hverri ferð, þó aðallega ferðamenn, sem eru að heimsækja eyjuna en auðvitað líka heimamenn en íbúar eyjunnar eru um 130. Skipstjórinn á Sævari kann vel við sig í því hlutverki, sem hann er í. „Við förum níu ferðir á dag, fyrsta sjö á morgnanna og sú síðasta eru farin ellefu á kvöldin. Það er alltaf rífandi stemming í ferjunni“, segir Anton Már Steinarsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. En fyrir það fólk, sem þekkir ekki mikið til Hríseyjar, hvað hefur Anton Már að segja við það fólk? „Eigum við ekki bara að segja fyrst og fremst að hún sé friðsæl, fáir íbúar og allt mjög rólegt.“ Og þú ert fæddur og uppalinn í eyjunni eða hvað? „Já, já, ég er búin að vera þar alla mína tíð eiginlega. Rólegheitin eru best og það er ekkert einasta rautt ljós í Hrísey skal ég segja þér og verður sennilega ekki, það er mikils virði,“ segir Anton Már skellihlæjandi. Ferðamenn eru duglegir að heimsækja Hrísey, ekki síst yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anton Már segir að það fjölgi alltaf í eyjunni á sumrin, þá komi sumarbústaða fólkið og svo sé alltaf meira en nóg af ferðamönnum. Hann hrósar Sævari sérstaklega í siglingunum á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. „Já, þetta er mjög góður bátur, alveg einstaklega góður.“ Og leggst það vel í þig það sem eftir er af sumrinu eða hvað? „Já, já, þú sérð nú blíðuna í dag, það er nú ekki hægt annað,“ segir Anton Már. Það er alltaf gaman að koma í Hrísey því þar er allt svo snyrtilegt og fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrísey Ferðaþjónusta Akureyri Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ferjan fer fjölda ferða á milli lands og eyju á dag og er yfirleitt alltaf fullt í hverri ferð, þó aðallega ferðamenn, sem eru að heimsækja eyjuna en auðvitað líka heimamenn en íbúar eyjunnar eru um 130. Skipstjórinn á Sævari kann vel við sig í því hlutverki, sem hann er í. „Við förum níu ferðir á dag, fyrsta sjö á morgnanna og sú síðasta eru farin ellefu á kvöldin. Það er alltaf rífandi stemming í ferjunni“, segir Anton Már Steinarsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. En fyrir það fólk, sem þekkir ekki mikið til Hríseyjar, hvað hefur Anton Már að segja við það fólk? „Eigum við ekki bara að segja fyrst og fremst að hún sé friðsæl, fáir íbúar og allt mjög rólegt.“ Og þú ert fæddur og uppalinn í eyjunni eða hvað? „Já, já, ég er búin að vera þar alla mína tíð eiginlega. Rólegheitin eru best og það er ekkert einasta rautt ljós í Hrísey skal ég segja þér og verður sennilega ekki, það er mikils virði,“ segir Anton Már skellihlæjandi. Ferðamenn eru duglegir að heimsækja Hrísey, ekki síst yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anton Már segir að það fjölgi alltaf í eyjunni á sumrin, þá komi sumarbústaða fólkið og svo sé alltaf meira en nóg af ferðamönnum. Hann hrósar Sævari sérstaklega í siglingunum á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. „Já, þetta er mjög góður bátur, alveg einstaklega góður.“ Og leggst það vel í þig það sem eftir er af sumrinu eða hvað? „Já, já, þú sérð nú blíðuna í dag, það er nú ekki hægt annað,“ segir Anton Már. Það er alltaf gaman að koma í Hrísey því þar er allt svo snyrtilegt og fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrísey Ferðaþjónusta Akureyri Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira