Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2025 22:56 Steinþór ásamt Höllu Tómasdóttur forseta við opnun sýningarinnar í dag. Vísir Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum. Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum.
Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira