„Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 22:04 Notkun hugvíkkandi efna sem hluti af áfallameðferð hefur verið í umræðunni síðustu misserin. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku í geðrofsástandi eftir notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir um sömu efni að ræða og seld eru sem vímugjafar í partýum. Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira