Sport

Fjar­vera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Viktor Gyökeres hefur skorað fjöldan allan af mörkum fyrir Sporting á síðustu árum.
Viktor Gyökeres hefur skorað fjöldan allan af mörkum fyrir Sporting á síðustu árum. Maciej Rogowski/Eurasia Sport Images/Getty

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres fær að öllum líkindum stóra sekt þar sem hann hefur ákveðið að mæta ekki á æfingar hjá portúgalska liðinu Sporting. Forseti félagsins segir að félagaskipti hans frá félaginu gæti orðið „flóknara úr þessu.“

Gyökeres hefur verið mjög sterklega orðaður við skipti til Arsenal en yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, Andrea Berta, mætti til Portugal í síðustu viku til að reyna að klára þau skipti.

BBC greinir frá því að Arsenal eru enn vongóðir um að klára félagaskiptin, en þeirra síðasta tilboð var um 60 milljónir punda, auk einhvers meira í ákvæðum.

Gyökeres hefur sjálfur ekkert tjáð sig um, af hverju hann hefur ekki mætt á æfingar, en það má álykta að hann vill ólmur fara.

„Við erum rólegir,“ segir forseti Sporting Fecerico Varandas. „Allt getur verið leyst þegar markaðurinn lokar, hann fær stóra sekt, og biður hópinn afsökunar.

Ef þeir vilja ekki borga markaðsverð Viktors, þá líður okkur mjög vel með það næstu þrjú árin. Ef snillingarnir sem eru að plana þetta halda að þetta setji pressu a mig að láta hann fara. Þá hafa þeir ekki bara rangt fyrir sér, heldur gerir þetta málið flóknara fyrir hann að fara,“ sagði Varandas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×