Sport

Þór fer upp í umspilssæti

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Aron Ingi (hægri) skoraði fyrsta mark Þórsara í dag,
Aron Ingi (hægri) skoraði fyrsta mark Þórsara í dag, Facebook Þór Akureyri - Fótbolti

Þór tók á móti Leikni í dag, í Lengjudeild karla. Akureyrar liðið vann 2-0 þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Fyrsta markið skoraði Aron Ingi Magnússon eftir góða sókn hjá heimamönnum. Clement Bayiha kom með fasta fyrirgjöf á Aron sem kláraði vel.

Næst var það Juan Guardia Hermida sem skoraði. Þórsarar fóru upp í skyndisókn þar sem Rafal Victor gaf á Juan á fjærstönginni sem var þar einn og óvaldaður.

Með þessum sigri fer Þór upp í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, en Leiknir hefur færst niður í botn sæti deildarinnar eftir úrslit umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×