Sport

Hákon skoraði tvö í vin­áttu­leik

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Hákon Arnar í leik með Lille.
Hákon Arnar í leik með Lille. Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille hafa byrjað undirbúninginn sinn fyrir komandi tímabil. Þeir mættu Amiens í dag og unnu leikinn sannfærandi 5-0 og Hákon skoraði tvö.

Lille endaði síðasta tímabil í 5. sæti í Ligue 1 þar sem þeir misstu af fjórða sætinu á markatölu, sem hefði gefið Meistaradeildarsæti.

Hákon hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Brentford, en fátt bendir til annars en að hann verði áfram í Frakklandi eins og staðan er núna.

Þessi tvö mörk í dag gera samt lítið annað en að vekja meiri áhuga á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×