Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar 12. júlí 2025 11:02 Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar