Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 10:54 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Við staðfestum þetta að það er mygla á rannsóknardeildinni hjá okkur. Þetta kom upp í vetur og við fórum í aðgerðir til að uppræta en svo kom í ljós að þetta var umfangsmeira en við gerðum ráð fyrir,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk í samtali við fréttastofu. Líkt og kom fram kom í ljós fyrr í vetur að mygla væri á rannsóknarstofunni en nú í vor fór starfsfólk að finna fyrir ýmis konar einkennum vegna myglunnar. Því var tekin sú ákvörðun að færa þyrfti rannsóknarstofuna á meðan viðgerðir ættu sér stað. „Það kom upp í vor, þess vegna fóru allar þessar aðgerðir í gang því sumir voru farnir að finna fyrir einkennum. Þá fórum við yfir þessi mál og teljum að við séum að taka rétt skref í áttina þar sem að fólk er farið að finna fyrir einkennum,“ segir Hildigunnur. Rannsóknarstofan verður færð á aðra hæð en leigja þarf húsnæði í miðbæ Akureyrar undir hluta af starfsmönnum skrifstofu sjúkrahússins. Formlegur flutningur rannsóknarstofunnar og starfsmanna skrifstofanna verður seinnipart sumars. „Við flytjum til skrifstofufólkið, það er einfaldast að flytja það milli hæða, bæði innanhúss og utanhúss en við þurfum aðeins að leigja húsnæði úti í bæ til þess að geta komið fyrir öllu okkar starfsfólki.“ Þörf er á einhverjum breytingum til að hægt sé að halda starfsemi rannsóknarstofunnar áfram á núverandi skrifstofuganginum en að sögn Hildigunnar verður reynt að halda breytingunum í lágmarki. Liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðir taki Það er allt í ferli núna og við erum í því að flytja alla starfsemi deildarinnar innanhúss, yfir á aðra hæð. Það er heljarinnar mál en við erum að gera það saman,“ segir Hildigunnur. Hins vegar liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðrinar taki. „Okkar markmið er að reyna að hafa alla starfsemi okkar á sama svæðinu og það er það sem við erum að reyna að gera. Þessu verður hraðað eins og kostur er og fjármagn er til að standa í þessum hlutum. Þetta er dýrt og krefst bæði mannafla og skipulagningar við að ljúka þessu máli. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta tekur langan tíma.“ Framkvæmdirnar og flutningur eininganna hefur samt sem áður ekki áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Þetta hefur ekki áhrif á starfsemina og við leitumst eftir því að halda starfseminni gangandi fyrir bráðasjúkrahús líkt og Sjúkrahúsið á Akureyri er.“ Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mygla Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Við staðfestum þetta að það er mygla á rannsóknardeildinni hjá okkur. Þetta kom upp í vetur og við fórum í aðgerðir til að uppræta en svo kom í ljós að þetta var umfangsmeira en við gerðum ráð fyrir,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk í samtali við fréttastofu. Líkt og kom fram kom í ljós fyrr í vetur að mygla væri á rannsóknarstofunni en nú í vor fór starfsfólk að finna fyrir ýmis konar einkennum vegna myglunnar. Því var tekin sú ákvörðun að færa þyrfti rannsóknarstofuna á meðan viðgerðir ættu sér stað. „Það kom upp í vor, þess vegna fóru allar þessar aðgerðir í gang því sumir voru farnir að finna fyrir einkennum. Þá fórum við yfir þessi mál og teljum að við séum að taka rétt skref í áttina þar sem að fólk er farið að finna fyrir einkennum,“ segir Hildigunnur. Rannsóknarstofan verður færð á aðra hæð en leigja þarf húsnæði í miðbæ Akureyrar undir hluta af starfsmönnum skrifstofu sjúkrahússins. Formlegur flutningur rannsóknarstofunnar og starfsmanna skrifstofanna verður seinnipart sumars. „Við flytjum til skrifstofufólkið, það er einfaldast að flytja það milli hæða, bæði innanhúss og utanhúss en við þurfum aðeins að leigja húsnæði úti í bæ til þess að geta komið fyrir öllu okkar starfsfólki.“ Þörf er á einhverjum breytingum til að hægt sé að halda starfsemi rannsóknarstofunnar áfram á núverandi skrifstofuganginum en að sögn Hildigunnar verður reynt að halda breytingunum í lágmarki. Liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðir taki Það er allt í ferli núna og við erum í því að flytja alla starfsemi deildarinnar innanhúss, yfir á aðra hæð. Það er heljarinnar mál en við erum að gera það saman,“ segir Hildigunnur. Hins vegar liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðrinar taki. „Okkar markmið er að reyna að hafa alla starfsemi okkar á sama svæðinu og það er það sem við erum að reyna að gera. Þessu verður hraðað eins og kostur er og fjármagn er til að standa í þessum hlutum. Þetta er dýrt og krefst bæði mannafla og skipulagningar við að ljúka þessu máli. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta tekur langan tíma.“ Framkvæmdirnar og flutningur eininganna hefur samt sem áður ekki áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Þetta hefur ekki áhrif á starfsemina og við leitumst eftir því að halda starfseminni gangandi fyrir bráðasjúkrahús líkt og Sjúkrahúsið á Akureyri er.“
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mygla Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira