Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 10:54 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Við staðfestum þetta að það er mygla á rannsóknardeildinni hjá okkur. Þetta kom upp í vetur og við fórum í aðgerðir til að uppræta en svo kom í ljós að þetta var umfangsmeira en við gerðum ráð fyrir,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk í samtali við fréttastofu. Líkt og kom fram kom í ljós fyrr í vetur að mygla væri á rannsóknarstofunni en nú í vor fór starfsfólk að finna fyrir ýmis konar einkennum vegna myglunnar. Því var tekin sú ákvörðun að færa þyrfti rannsóknarstofuna á meðan viðgerðir ættu sér stað. „Það kom upp í vor, þess vegna fóru allar þessar aðgerðir í gang því sumir voru farnir að finna fyrir einkennum. Þá fórum við yfir þessi mál og teljum að við séum að taka rétt skref í áttina þar sem að fólk er farið að finna fyrir einkennum,“ segir Hildigunnur. Rannsóknarstofan verður færð á aðra hæð en leigja þarf húsnæði í miðbæ Akureyrar undir hluta af starfsmönnum skrifstofu sjúkrahússins. Formlegur flutningur rannsóknarstofunnar og starfsmanna skrifstofanna verður seinnipart sumars. „Við flytjum til skrifstofufólkið, það er einfaldast að flytja það milli hæða, bæði innanhúss og utanhúss en við þurfum aðeins að leigja húsnæði úti í bæ til þess að geta komið fyrir öllu okkar starfsfólki.“ Þörf er á einhverjum breytingum til að hægt sé að halda starfsemi rannsóknarstofunnar áfram á núverandi skrifstofuganginum en að sögn Hildigunnar verður reynt að halda breytingunum í lágmarki. Liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðir taki Það er allt í ferli núna og við erum í því að flytja alla starfsemi deildarinnar innanhúss, yfir á aðra hæð. Það er heljarinnar mál en við erum að gera það saman,“ segir Hildigunnur. Hins vegar liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðrinar taki. „Okkar markmið er að reyna að hafa alla starfsemi okkar á sama svæðinu og það er það sem við erum að reyna að gera. Þessu verður hraðað eins og kostur er og fjármagn er til að standa í þessum hlutum. Þetta er dýrt og krefst bæði mannafla og skipulagningar við að ljúka þessu máli. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta tekur langan tíma.“ Framkvæmdirnar og flutningur eininganna hefur samt sem áður ekki áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Þetta hefur ekki áhrif á starfsemina og við leitumst eftir því að halda starfseminni gangandi fyrir bráðasjúkrahús líkt og Sjúkrahúsið á Akureyri er.“ Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mygla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Við staðfestum þetta að það er mygla á rannsóknardeildinni hjá okkur. Þetta kom upp í vetur og við fórum í aðgerðir til að uppræta en svo kom í ljós að þetta var umfangsmeira en við gerðum ráð fyrir,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk í samtali við fréttastofu. Líkt og kom fram kom í ljós fyrr í vetur að mygla væri á rannsóknarstofunni en nú í vor fór starfsfólk að finna fyrir ýmis konar einkennum vegna myglunnar. Því var tekin sú ákvörðun að færa þyrfti rannsóknarstofuna á meðan viðgerðir ættu sér stað. „Það kom upp í vor, þess vegna fóru allar þessar aðgerðir í gang því sumir voru farnir að finna fyrir einkennum. Þá fórum við yfir þessi mál og teljum að við séum að taka rétt skref í áttina þar sem að fólk er farið að finna fyrir einkennum,“ segir Hildigunnur. Rannsóknarstofan verður færð á aðra hæð en leigja þarf húsnæði í miðbæ Akureyrar undir hluta af starfsmönnum skrifstofu sjúkrahússins. Formlegur flutningur rannsóknarstofunnar og starfsmanna skrifstofanna verður seinnipart sumars. „Við flytjum til skrifstofufólkið, það er einfaldast að flytja það milli hæða, bæði innanhúss og utanhúss en við þurfum aðeins að leigja húsnæði úti í bæ til þess að geta komið fyrir öllu okkar starfsfólki.“ Þörf er á einhverjum breytingum til að hægt sé að halda starfsemi rannsóknarstofunnar áfram á núverandi skrifstofuganginum en að sögn Hildigunnar verður reynt að halda breytingunum í lágmarki. Liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðir taki Það er allt í ferli núna og við erum í því að flytja alla starfsemi deildarinnar innanhúss, yfir á aðra hæð. Það er heljarinnar mál en við erum að gera það saman,“ segir Hildigunnur. Hins vegar liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðrinar taki. „Okkar markmið er að reyna að hafa alla starfsemi okkar á sama svæðinu og það er það sem við erum að reyna að gera. Þessu verður hraðað eins og kostur er og fjármagn er til að standa í þessum hlutum. Þetta er dýrt og krefst bæði mannafla og skipulagningar við að ljúka þessu máli. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta tekur langan tíma.“ Framkvæmdirnar og flutningur eininganna hefur samt sem áður ekki áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Þetta hefur ekki áhrif á starfsemina og við leitumst eftir því að halda starfseminni gangandi fyrir bráðasjúkrahús líkt og Sjúkrahúsið á Akureyri er.“
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mygla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira