Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 23:22 Úr leik Íslands og Noregs í kvöld Vísir/Anton Brink Evrópumóti vonbrigða er lokið fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Mótið þar sem Ísland komst aldrei á skrið og spurningarnar sem sitja eftir eru margar og stórar. Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Við getum með sanni sagt að tónninn hafi verið sleginn fyrir leik kvöldsins af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins sem voru mættir snemma upp í stungu og sungu og trölluðu yfir klukkutíma fyrir leik. Stelpurnar okkar fylgdu í kjölfarið í upphitun, vel einbeittar. „Við spilum upp á stoltið“ og „við ætlum að vinna þennan leik fyrir stuðningsmennina“ var eitthvað sem maður heyrði ítrekað í aðdraganda leiksins. Allar spurningar um hvað hefði geta gerst ef hitt og þetta hefði ekki gerst áttu ekki við í kvöld. Allir hlekkirnir farnir, bara Íslendingar á móti Norðmönnum og vonast til að pressuleysið færi vel í okkar lið. Það var engu líkara en að allir heimsins kraftar hefðu verið leystir úr læðingi þegar að Sveindís Jane kom boltanum í netið snemma leiks og staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Markinu skiljanlega fagnað ákaft, fyrsta EM markið þetta árið og í kjölfarið var hverri einustu íslenskri hreinsun, hverri einustu íslenskri tæklingu ákaft fagnað. Það virtist allt með okkur en bévítans Norsarinn, eins og svo oft áður, kom til baka. Mark í kjölfar hornspyrnu og staðan orðin 1-1 eftir aðeins stundarfjórðung. Þrátt fyrir að hafa gert sex breytingar á byrjunarliði sínu milli leikja er djúpt á gæðunum hjá Norðmanninum og hann herjaði á stelpurnar okkar í kjölfarið og náði inn öðru marki, aftur var það Signe Gaupset. Og stóðu leikar 2-1 í hálfleik. Norðmenn voru með öll völd á vellinum og bættu fljótlega við þriðja marki sínu í seinni hálfleik og svo því fjórða. Lentar 4-1 undir og að ætla sér að landa fyrsta og eina sigrinum á mótinu í þannig stöðu er nær ógerlegt. Stelpurnar okkar gerðu hins vegar heiðarlega tilraun að því að ná úrslitum, klóruðu í bakkann með tveimur mörkum en bilið var bara of stórt til að brúa. Byrjunin góða entist ekki lengi og féll í skuggann í leik þar sem að við vorum undir í öllum aðgerðum leiksins. Saga mótsins, vorum einhvern veginn bara einu númeri of litlar. Spurningarnar sem standa eftir núna, þegar að þessu Evrópumóti er lokið, eru margar. Íslenska liðið náði sér aldrei almennilega á strik á þessu móti, pressan var mikil og stefnan sett á átta liða úrslitin en raunin sú að við vorum langt frá því að ná því markmiði og vonbrigðin þar af leiðandi mikil. Íslenska landsliðið er blessunarlega á þeim stað að hafa reglulega farið á stórmót upp á síðkastið. Einhvern veginn er það orðið hluti af vananum en staðurinn sem við erum á núna er sá að vilja sækja úrslit þar og það er frábær staður að vera á þegar að úrslitin eru okkur í vil, ef þau eru það ekki þá eru sporin þung. Það þarf að fara yfir margt nú þegar að þessu móti er lokið. Þjálfarateymið, stjórn KSÍ og leikmenn munu þurfa að fara yfir undirbúninginn, þátttökuna og umgjörðina lið fyrir lið og koma sér saman um það hvaða leið sé rétt að fara í framhaldinu. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson vill halda starfi sínu áfram. Hann hefur gert góða hluti með þetta landslið, það verður ekki af honum tekið en nýafstaðið Evrópumót fór ekki eins og vonir stóðu til. Langt í frá. Þorsteinn segist hafa löngunina og getuna til þess að sinna þessu starfi áfram en ákvörðunin um framhaldið er ekki eingöngu hans að taka. Leikmenn verða þá líka að taka ábyrgð en ég skal gefa þeim það að þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim þá köstuðu þær aldrei inn hvíta handklæðinu, ég hef ekki séð þær gera það enn. „Það þurfa allir að líta inn á við. Hver sem niðurstaðan úr því verður þá verðum við bara að fá að vinna úr henni. Það er náttúrulega erfitt akkúrat núna, það eru miklar tilfinningar og mikið búið að gerast síðustu daga,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla eftir leik. Þá verð ég að nefna stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Hópur sem alltaf er hægt að treysta á sama hvað bjátar á. Frá því rúmri klukkustund fyrir leik þar til yfir lauk voru stuðningsmenn Íslands framúrskarandi og tenging þeirra við liðið er traust og góð. Þar er grunnur sem þú ert með í frábæru lagi og þarf ekki að ditta að. Næstu mánuðir eru gífurlega mikilvægir fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Ekki bara þarf að taka stórar ákvarðanir varðandi næstu skref heldur eru mikilvægir umspilsleikir framundan sem hafa mikið að segja um leið okkar að næsta stórmóti. HM 2027 í Brasilíu. Nú reynir á að vandað verði til verka. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Við getum með sanni sagt að tónninn hafi verið sleginn fyrir leik kvöldsins af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins sem voru mættir snemma upp í stungu og sungu og trölluðu yfir klukkutíma fyrir leik. Stelpurnar okkar fylgdu í kjölfarið í upphitun, vel einbeittar. „Við spilum upp á stoltið“ og „við ætlum að vinna þennan leik fyrir stuðningsmennina“ var eitthvað sem maður heyrði ítrekað í aðdraganda leiksins. Allar spurningar um hvað hefði geta gerst ef hitt og þetta hefði ekki gerst áttu ekki við í kvöld. Allir hlekkirnir farnir, bara Íslendingar á móti Norðmönnum og vonast til að pressuleysið færi vel í okkar lið. Það var engu líkara en að allir heimsins kraftar hefðu verið leystir úr læðingi þegar að Sveindís Jane kom boltanum í netið snemma leiks og staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Markinu skiljanlega fagnað ákaft, fyrsta EM markið þetta árið og í kjölfarið var hverri einustu íslenskri hreinsun, hverri einustu íslenskri tæklingu ákaft fagnað. Það virtist allt með okkur en bévítans Norsarinn, eins og svo oft áður, kom til baka. Mark í kjölfar hornspyrnu og staðan orðin 1-1 eftir aðeins stundarfjórðung. Þrátt fyrir að hafa gert sex breytingar á byrjunarliði sínu milli leikja er djúpt á gæðunum hjá Norðmanninum og hann herjaði á stelpurnar okkar í kjölfarið og náði inn öðru marki, aftur var það Signe Gaupset. Og stóðu leikar 2-1 í hálfleik. Norðmenn voru með öll völd á vellinum og bættu fljótlega við þriðja marki sínu í seinni hálfleik og svo því fjórða. Lentar 4-1 undir og að ætla sér að landa fyrsta og eina sigrinum á mótinu í þannig stöðu er nær ógerlegt. Stelpurnar okkar gerðu hins vegar heiðarlega tilraun að því að ná úrslitum, klóruðu í bakkann með tveimur mörkum en bilið var bara of stórt til að brúa. Byrjunin góða entist ekki lengi og féll í skuggann í leik þar sem að við vorum undir í öllum aðgerðum leiksins. Saga mótsins, vorum einhvern veginn bara einu númeri of litlar. Spurningarnar sem standa eftir núna, þegar að þessu Evrópumóti er lokið, eru margar. Íslenska liðið náði sér aldrei almennilega á strik á þessu móti, pressan var mikil og stefnan sett á átta liða úrslitin en raunin sú að við vorum langt frá því að ná því markmiði og vonbrigðin þar af leiðandi mikil. Íslenska landsliðið er blessunarlega á þeim stað að hafa reglulega farið á stórmót upp á síðkastið. Einhvern veginn er það orðið hluti af vananum en staðurinn sem við erum á núna er sá að vilja sækja úrslit þar og það er frábær staður að vera á þegar að úrslitin eru okkur í vil, ef þau eru það ekki þá eru sporin þung. Það þarf að fara yfir margt nú þegar að þessu móti er lokið. Þjálfarateymið, stjórn KSÍ og leikmenn munu þurfa að fara yfir undirbúninginn, þátttökuna og umgjörðina lið fyrir lið og koma sér saman um það hvaða leið sé rétt að fara í framhaldinu. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson vill halda starfi sínu áfram. Hann hefur gert góða hluti með þetta landslið, það verður ekki af honum tekið en nýafstaðið Evrópumót fór ekki eins og vonir stóðu til. Langt í frá. Þorsteinn segist hafa löngunina og getuna til þess að sinna þessu starfi áfram en ákvörðunin um framhaldið er ekki eingöngu hans að taka. Leikmenn verða þá líka að taka ábyrgð en ég skal gefa þeim það að þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim þá köstuðu þær aldrei inn hvíta handklæðinu, ég hef ekki séð þær gera það enn. „Það þurfa allir að líta inn á við. Hver sem niðurstaðan úr því verður þá verðum við bara að fá að vinna úr henni. Það er náttúrulega erfitt akkúrat núna, það eru miklar tilfinningar og mikið búið að gerast síðustu daga,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla eftir leik. Þá verð ég að nefna stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Hópur sem alltaf er hægt að treysta á sama hvað bjátar á. Frá því rúmri klukkustund fyrir leik þar til yfir lauk voru stuðningsmenn Íslands framúrskarandi og tenging þeirra við liðið er traust og góð. Þar er grunnur sem þú ert með í frábæru lagi og þarf ekki að ditta að. Næstu mánuðir eru gífurlega mikilvægir fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Ekki bara þarf að taka stórar ákvarðanir varðandi næstu skref heldur eru mikilvægir umspilsleikir framundan sem hafa mikið að segja um leið okkar að næsta stórmóti. HM 2027 í Brasilíu. Nú reynir á að vandað verði til verka.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira