Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:03 Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun