Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun