„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2025 14:02 Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél. Vísir/Vilhelm Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“ Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“
Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira