Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 11:00 Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Skoðun Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar