Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 11:02 Ulf Kristersson á hlaupum með fjölskyldu sinni og öryggisvörðum. Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava. Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því. Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því.
Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira