Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir, Bjarni Gíslason, Gísli Rafn Ólafsson, Sigríður Schram, Stella Samúelsdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 8. júlí 2025 13:32 Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun