Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir, Bjarni Gíslason, Gísli Rafn Ólafsson, Sigríður Schram, Stella Samúelsdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 8. júlí 2025 13:32 Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun