Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 12:30 Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar