Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 11:07 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Hann sér fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35. Vísir/Egill Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir um þinglok en stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga og vikur. Áður hafði hún reynt að þæfa umræður um svonefnda bókun 35. Í aðsendri grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Ölfusi, sem birtist á Vísi í dag fer hann yfir þráteflið á þingi og helstu deilumálin, þar á meðal veiðigjöldin, strandveiðar og lífeyrismál. Þar segir hann bókun 35 eitt versta málið sem liggi fyrir þingi „fyrir okkur mörgum“. Með samþykkt þess yrðu erlend lög rétthærri á Íslandi en innlend. „Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið,“ skrifar Elliði. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu upp aftur fyrir árið 2027. Aðeins fimmtungur svarenda skoðanakönnunar Maskínu sagðist þekkja vel til bókunar 35 í síðasta mánuði, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur til viðbóitar sagðist þekkja illa til efnis hennar. Fjallar um forgang Evrópureglna sem eru orðnar íslenskar Bókun 35 vísar til hluta EES-samningsins. Hún snýst um að tryggja stöðu evrópskra reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Frumvarpi utanríkisráðherra er ætlað að taka af tvímæli um þau tilfelli þar sem ákvæði EES-reglna sem hafa verið teknar upp í íslensk lög stangast á við önnur íslensk lög þannig að skýrt sé að lögin sem innleiddu EES-reglurnar hafi forgang nema Alþingi ákveði annað. Þrátt fyrir að frumvarpið fjalli í raun um forgangsröðun mismunandi íslenskra lagabálka halda andstæðingar bókunar 35 því fram að hún grafi undan fullveldi Íslands með því að láta erlend lög hafa forgang yfir íslensk lög. Bókun 35 Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur enn fyrir um þinglok en stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga og vikur. Áður hafði hún reynt að þæfa umræður um svonefnda bókun 35. Í aðsendri grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Ölfusi, sem birtist á Vísi í dag fer hann yfir þráteflið á þingi og helstu deilumálin, þar á meðal veiðigjöldin, strandveiðar og lífeyrismál. Þar segir hann bókun 35 eitt versta málið sem liggi fyrir þingi „fyrir okkur mörgum“. Með samþykkt þess yrðu erlend lög rétthærri á Íslandi en innlend. „Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið,“ skrifar Elliði. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu upp aftur fyrir árið 2027. Aðeins fimmtungur svarenda skoðanakönnunar Maskínu sagðist þekkja vel til bókunar 35 í síðasta mánuði, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur til viðbóitar sagðist þekkja illa til efnis hennar. Fjallar um forgang Evrópureglna sem eru orðnar íslenskar Bókun 35 vísar til hluta EES-samningsins. Hún snýst um að tryggja stöðu evrópskra reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Frumvarpi utanríkisráðherra er ætlað að taka af tvímæli um þau tilfelli þar sem ákvæði EES-reglna sem hafa verið teknar upp í íslensk lög stangast á við önnur íslensk lög þannig að skýrt sé að lögin sem innleiddu EES-reglurnar hafi forgang nema Alþingi ákveði annað. Þrátt fyrir að frumvarpið fjalli í raun um forgangsröðun mismunandi íslenskra lagabálka halda andstæðingar bókunar 35 því fram að hún grafi undan fullveldi Íslands með því að láta erlend lög hafa forgang yfir íslensk lög.
Bókun 35 Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira