Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir, Einar Freyr Ingason og Þórir Bergsson skrifa 8. júlí 2025 16:32 Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun