Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 12:19 Diljá Mist og Pawel Bartoszek voru ekki sammála um hver bæri ábyrgð á þráteflinu. Vísir/Samsett Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira