„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 20:54 Nichole Leigh Mosty segir Ísland ekki vera með stefnu um innflytjendur og flóttafólk og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira