Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 13:50 Úkraínskur stórskotaliðsmaður á vígvellinum. Rússar nota nú ólögleg efnavopn gegn úkraínskum hermönnum í auknum mæli, að sögn evrópska leyniþjónustustofnana. Vísir/Getty Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana. Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana.
Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira