Fótbolti

Átta mánaða gamall með Ís­landi á EM

Aron Guðmundsson skrifar
Átta mánaða sonur Gunnhildar Yrsu og Erinar er með í för á EM og nýtur mikillar hylli hjá leikmönnum íslenska landsliðsins.
Átta mánaða sonur Gunnhildar Yrsu og Erinar er með í för á EM og nýtur mikillar hylli hjá leikmönnum íslenska landsliðsins.

Átta mánaða sonur Gunn­hildar Yrsu Jóns­dóttur, styrktarþjálfara ís­lenska kvenna­lands­liðsins, og eigin­konu hennar Erin Mc­Leod er með í för á EM í fót­bolta í Sviss sem nú stendur yfir. Gunn­hildur er þakk­lát fyrir það hversu stuðnings­rík þjálfarar og leik­menn lands­liðsins eru í þessum aðstæðum.

Á hótels­væði ís­lenska lands­liðsins á dögunum mátti sjá lítinn strák njóta mikillar hylli leik­manna lands­liðsins og var þar um að ræða son Gunn­hildar og Erinar.

Hann er aðeins átta mánaða gamall og hefði Gunn­hildur móðir hans ekki geta verið með ís­lenska lands­liðinu á EM nema að hafa hann með í för.

Klippa: Átta mánaða gutti með Íslandi á EM

„Ég er mjög heppin með að fá að taka hann með. Hann er enn á brjósti, bara átta mánaða gamall og eina leiðin fyrir mig að koma hingað var með honum. Stelpurnar og þjálfara­t­eymið hafa verið ótrú­lega stuðnings­rík í rík. Bara gaman að geta sinnt móður­hlut­verkinu og verið hér. Ég er mjög þakk­lát fyrir það tækifæri.“

Sonur Gunnhildar og Erin fær því mjög svo gott fótboltalegt uppeldi. Báðar hafa þær spilað með landsliðum sinna þjóða og nú eru þær liðsfélagar hjá Halifax Tides í kanadísku úrvalsdeildinni og kalla soninn kraftaverkabarnið sitt. 

Væntan­lega vinsælt hjá stelpunum að fá að halda á honum og knúsa?

„Já ég held það sé gaman fyrir þær eftir æfingar og svona að geta gleymt fót­boltanum í fimm mínútur og bara knúsað. Hann elskar at­hyglina þannig að þetta er gott fyrir hann líka. Líka að geta verið í kringum svona magnaðar konur, haft þær sem fyrir­myndir sínar og alast upp í svona um­hverfi. Ég bara gæti ekki verið ánægðari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×