Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2025 14:49 Alexandra gefur lítið fyrir málflutning Stefáns Einars. Vísir Alexandra Briem borgarfulltrúi segir málflutning Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns varðandi Palestínu alveg úti á túni. Þá bendir hún á að hugtakanotkun hans sé gamaldags en hann kallar hana „kynskipting“ í færslu á Facebook. Borgarráð samþykkti í dag að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni, að því er kom fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á Stefáni Einari sem stakk niður penna á Facebook og fór mikinn um málið. „Hún er kynskiptingur“ „Þetta er fáni ríkis sem lýtur stjórn hryðjuverkasamtaka. Hóps manna sem hafa það að markmiði að láta óvini sína drepa sem flesta af þeirra eigin þjóð. Þarna sést meðal annarra Alexandra Briem á myndinni. Hún er kynskiptingur. Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka. Þeir myrða það fólk köldu blóði. Einnig samkynhneigða og jafnvel konur sem grunaðar eru um framhjálhald eða lauslæti,“ sagði Stefán Einar. Þá sagði hann að óvinaþjóðin sem Palestínumenn hati væru Ísraelar. Í Tel Aviv væri eitt frjálslyndasta og stórkostlegasta lýðræðissamfélag sem heimurinn hefði kynnst. „Hún óskar þess að Hamas-dauðasveitirnar hafi sigur á því samfélagi! Hversu heimskt getur fólk orðið þegar það trommar upp stuðning við fólk sem vill það feigt og hatar það heilu hatri fyrir það sem það er? Er farið að bjóða upp á aðgerðir í heilbrigðiskerfinu þar sem heilinn er tekinn úr fólki en ekki maginn eða önnur líffæri?“ Ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir Alexandra hafði ekki lesið færslu Stefáns Einars þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá henni en hún hafði tekið þátt í hressilegum rökræðum við Stefán Einar í athugasemdum við færslu Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænn, um sama mál. Á meðan blaðamaður renndi yfir færslu Lífar og tilheyrandi umræður renndi Alexandra yfir færslu Stefáns Einars. „Jæja, karlinn. Ég þarf að byrja á að segja að hann er fullkomlega úti á túni. Í fyrsta lagi er þetta ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir. Í öðru lagi snýst þessi ákvörðun borgarráðs og borgarstjórnar um að styðja palestínsku þjóðina, sem hefur verið í hræðilegu ástandi og verið er að fremja þjóðarmorð á. Þetta snýst um andstöðu við það,“ segir hún að því loknu. Óttaðist eldflaugar Ísraela meira en Palestínumenn Þetta sé línan sem borgarstjórn hafi tekið en frá hennar bæjardyrum séð sé það réttlætismál að þjóðarmorð fái ekki að standa óáreitt. Hún skilji hreinlega ekki hvaðan Stefán Einar komi. „Fyrir það fyrsta held ég ekki að mér standi nein ógn af Palestínufólki eða fólki frá Miðausturlöndum almennt. Ef ég væri í Palestínu þá myndi ég örugglega óttast meira loftárásir Ísraela en nokkurn tímann íbúa þar.“ Þá bendir hún á að hugtakanotkun Stefáns Einars um hana sé gamaldags og þyki ekki rétt í dag. „Þess utan, jafnvel þó svo að það væri rétt að mér stæði einhver ógn af Palestínufólki, jafnvel þó að svo væri, þá hefði það engin áhrif á það að ég tek afstöðu gegn þjóðarmorði. Hér er um siðferðislega og hugmyndafræðilega afstöðu að ræða, burt séð frá því hvar mínum persónulegum hagsmunum væri best borgið. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg framsetning hjá manninum, ég verð að segja það.“ Fórnarlömbin hafi ekkert með Hamas að gera Að lokum segir Alexandra að langflestir sem stjórnvöld í Ísreal drepi með loftárásum, með því að ráðast á innviði, með því að koma í veg fyrir matar- og lyfjasendingar, með því að eyðileggja veitukerfi og þar fram eftir götunum séu blásaklaust fólk sem hafi ekkert með Hamas að gera. Síðustu lýðræðislegu kosningar í Palestínu hefðu verið fyrir nítján árum og langflestir sem deyi nú hafi aldrei átt möguleika á því að kjósa Hamas eða nokkurn annan. „Langflestir sem eru að deyja þarna eru börn, sem að jafnvel þó að þau styddu eitthvað eða ekki, ættu aldrei að lenda í svona. Ef maður skoðar tölurnar sér maður að fólkið sem er að verða fyrir þessu er fullkomlega saklaust fólk að lang, lang, lang, lang mestu leyti. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg afstaða. Og ég er viss um að ef ég myndi hitta viðkomandi þá myndi þau varða meira um það hvort að ég styðji það að þau séu sprengd í loft upp heldur en hvernig ég lifi lífi mínu.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni, að því er kom fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á Stefáni Einari sem stakk niður penna á Facebook og fór mikinn um málið. „Hún er kynskiptingur“ „Þetta er fáni ríkis sem lýtur stjórn hryðjuverkasamtaka. Hóps manna sem hafa það að markmiði að láta óvini sína drepa sem flesta af þeirra eigin þjóð. Þarna sést meðal annarra Alexandra Briem á myndinni. Hún er kynskiptingur. Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka. Þeir myrða það fólk köldu blóði. Einnig samkynhneigða og jafnvel konur sem grunaðar eru um framhjálhald eða lauslæti,“ sagði Stefán Einar. Þá sagði hann að óvinaþjóðin sem Palestínumenn hati væru Ísraelar. Í Tel Aviv væri eitt frjálslyndasta og stórkostlegasta lýðræðissamfélag sem heimurinn hefði kynnst. „Hún óskar þess að Hamas-dauðasveitirnar hafi sigur á því samfélagi! Hversu heimskt getur fólk orðið þegar það trommar upp stuðning við fólk sem vill það feigt og hatar það heilu hatri fyrir það sem það er? Er farið að bjóða upp á aðgerðir í heilbrigðiskerfinu þar sem heilinn er tekinn úr fólki en ekki maginn eða önnur líffæri?“ Ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir Alexandra hafði ekki lesið færslu Stefáns Einars þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá henni en hún hafði tekið þátt í hressilegum rökræðum við Stefán Einar í athugasemdum við færslu Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænn, um sama mál. Á meðan blaðamaður renndi yfir færslu Lífar og tilheyrandi umræður renndi Alexandra yfir færslu Stefáns Einars. „Jæja, karlinn. Ég þarf að byrja á að segja að hann er fullkomlega úti á túni. Í fyrsta lagi er þetta ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir. Í öðru lagi snýst þessi ákvörðun borgarráðs og borgarstjórnar um að styðja palestínsku þjóðina, sem hefur verið í hræðilegu ástandi og verið er að fremja þjóðarmorð á. Þetta snýst um andstöðu við það,“ segir hún að því loknu. Óttaðist eldflaugar Ísraela meira en Palestínumenn Þetta sé línan sem borgarstjórn hafi tekið en frá hennar bæjardyrum séð sé það réttlætismál að þjóðarmorð fái ekki að standa óáreitt. Hún skilji hreinlega ekki hvaðan Stefán Einar komi. „Fyrir það fyrsta held ég ekki að mér standi nein ógn af Palestínufólki eða fólki frá Miðausturlöndum almennt. Ef ég væri í Palestínu þá myndi ég örugglega óttast meira loftárásir Ísraela en nokkurn tímann íbúa þar.“ Þá bendir hún á að hugtakanotkun Stefáns Einars um hana sé gamaldags og þyki ekki rétt í dag. „Þess utan, jafnvel þó svo að það væri rétt að mér stæði einhver ógn af Palestínufólki, jafnvel þó að svo væri, þá hefði það engin áhrif á það að ég tek afstöðu gegn þjóðarmorði. Hér er um siðferðislega og hugmyndafræðilega afstöðu að ræða, burt séð frá því hvar mínum persónulegum hagsmunum væri best borgið. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg framsetning hjá manninum, ég verð að segja það.“ Fórnarlömbin hafi ekkert með Hamas að gera Að lokum segir Alexandra að langflestir sem stjórnvöld í Ísreal drepi með loftárásum, með því að ráðast á innviði, með því að koma í veg fyrir matar- og lyfjasendingar, með því að eyðileggja veitukerfi og þar fram eftir götunum séu blásaklaust fólk sem hafi ekkert með Hamas að gera. Síðustu lýðræðislegu kosningar í Palestínu hefðu verið fyrir nítján árum og langflestir sem deyi nú hafi aldrei átt möguleika á því að kjósa Hamas eða nokkurn annan. „Langflestir sem eru að deyja þarna eru börn, sem að jafnvel þó að þau styddu eitthvað eða ekki, ættu aldrei að lenda í svona. Ef maður skoðar tölurnar sér maður að fólkið sem er að verða fyrir þessu er fullkomlega saklaust fólk að lang, lang, lang, lang mestu leyti. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg afstaða. Og ég er viss um að ef ég myndi hitta viðkomandi þá myndi þau varða meira um það hvort að ég styðji það að þau séu sprengd í loft upp heldur en hvernig ég lifi lífi mínu.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira